ég ætla að koma mér beint að efninu, ég er skíthræddur við sambönd :S
mér finnst ekkert mál að tala við, reina við og stunda kynlíf með stelpum sem mér er skítsama um en um leið og ég verð tilfiningalega bundinn eithverri þá fer ég alveg í klessu.
mér finst svo óþægilegt að ein manneskja hafi svona mikið vald yfir tilfiningum mínum, mér finnst óþægilegt að hugsa um hana á kvöldin og vakna með hana í hausnum á morgnana..
ég er í nýbökuðu sambandi núna, búið að vera í sirka 3 vikur, mér er farið að þykja soldið vænt um hana og ég verð að segja að ég er hálf smeykur við það.
ég fæ ekkert nema góða strauma frá henni en samt er ég alltaf að búast við eithverri höfnun.
það mjög langt síðan ég hef verið í almennilegu sambandi og mig langar virkilega að reina að láta þetta ganga… eithver ráð ?
Bætt við 1. október 2007 - 23:21
haha, sennilega ekki fyrsti karlmaðurinn hræddur við skuldbindingu :P