Sælt veri fólkið, og þá sérstaklega karlmenn.
Núna verðum við að skoða niðurstöður könnunarinnar:
———————–
Mátulega tilfinningalega opnir (kvk): 11%
Of tilfinningalega opnir (kvk): 0%
Annað / hlutlaus (kk): 19%
Ekki nægilega tilfinningalega opnir (kk): 9%
Mátulega tilfinningalega opnir (kk): 16%
Of tilfinningalega opnir (kk): 2%
Ekki nægilega tilfinningalega opnir (kvk): 22%
Annað / hlutlaus (kvk): 22%
———————-
Þáttakendur alls: 134
Það verður að segja að útkoma könnunarinnar er ekki það sem hægt er að kalla jákvæð fyrir okkur karlana.
22% kvenna finnst við ekki nægilega opnir
9% af okkur sjálfum finnst við ekki nægilega opnir
Þetta þýðir að nákvæmlega 31% finnst karlmenn á Íslandi ekki opna sig nægilega mikið fyrir tilfinningum sínum eða líðan - og ef þið lærið einhverntímann um fræðina bak við niðurstöður tilrauna og kannana munu þið skilja hversu gífurlega há prósenta það er!
Drengir, tími hörkutólanna er liðinn, sem og er tími mjúka mannsins. Það sem stúlkur vilja er hinn gullni meðalvegur. Verið sterkir og sjálfstæðir, en ekki gleyma að sýna á ykkur mjúku hliðina líka!
Það er ekkert leiðinlegra í maka en dulhegðun og fjarlægur persónuleiki. Þótt það virðist virka fyrir karlana í bíómyndunum þá virkar það ekki í raunverulegu lífi.
Við verðum að vera duglegir að setjast niður með konunum okkar og ræða það sem þarf að ræða í sambandinu. Ef samskipti eru léleg þá verður sambandið það líka - svo einfalt er það.
Við karlmennirnir erum í mun stærri áhættuhóp tengt tilfinningalegri bælingu en kvenmennirnir vegna þess að í samfélaginu eru margar breytur sem reyna að draga úr einmitt þeirri hegðun (og margar koma frá ekki eldri tíð en tímum foreldra okkar).
Ég ætla að taka stórt til orða núna og segja:
Sambönd eru dauðadæmd í nánast öllum tilfellum ef ekki eru til staðar gagnvirk samskipti. Við lesum ekki hugsanir, hvorki karlmenn né kvenmenn, og sama hvað við reynum, þá verðum við aldei eitt hold (hversu leiðinlegt væri það líka). Það þýðir að við verðum að gera okkar allra besta að koma löngunum okkar og vanlíðan á framfæri við hvort annað, því ef sú er ekki raunin fara vandamálin að grafa undan sambandinu.
Ef ekki er bætt úr því innan tíðar mun sambandið að lokum ekki hafa grunn til að standa á og mun falla til jarðar, og það harkalega
Opnið ykkur! Finnið leið út úr öllum þeim vandamálum (og það munu vera vandamál - ef þið eruð af þessari jörð) sem herja á sambandið og þið munið finna ykkur mun hamingjusamari en ella og í rótgrónu sambandi sem á möguleika að endast til æfiloka.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli