Ah, ég verð eiginlega að koma þessu út úr mér.
Ég er í fjarsambandi sem er svo rosalegt að ég vorkenni ekki fólki sem hittir ekki makana sína í 2-4 vikur. Ég hef ekki hitt mína síðan í ágúst á síðasta ári og reyndar bjóst ég ekki við að hitta hana fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Núna fæ ég hins vegar að hitta hana í næstu viku og mun gista heima hjá henni í 4 daga á meðan ég er í erindagjörðum í heimalandi hennar og ég get ekki beðið!
Elska þegar biðin styttist svona allt í einu óvænt… :)