Sæll Benedikt.
Ég verð því miður að vera ósammála þér í þessu tilfelli.
Í minni reynslu getur fólk elskað hvort annað og gert sér grein fyrir hversu yndislegur persónuleiki maki sinn er, en þrátt fyrir það geta verið aðstæður og/eða bakgrunnur að verkum sem leiðir til sambandsslita.
Af hverju?
Vegna þess að þrátt fyrir að ástin sé sterk hefur fólk bara ákveðið þol. Rifrildi reyna svo gífurlega á andlegt þol að ef þið haldið áfram að rífast og rífast með engin endalok í augnsýn á þeim rifrildum, þá getur það gert ykkur svo þreytt andlega að þið hafið enga orku eftir og ákveðið að skilja að skiptum einungis vegna þess að þið sjáið ekki fram á að láta hluti virka ykkar á milli.
Þrátt fyrir það eru þið að gera ykkur grein fyrir hversu yndislegur maki ykkar er sem þið eruð að láta frá ykkur - en því miður hafið þið það mismunandi sjón á lífið og tilveruna (oftast er um gífurlega mismunandi uppeldisaðstæður að verki/mjög tilfinningaríkan atburð sem hefur borið fólk í aðra átt á lífsleiðinni) að enginn sameiginlegur farvegur er í augnsýn.
Oftast er hægt að fá aðstoð í gegnum þetta, þá t.d. frá sálfræðing eða meðferðaraðila, og eru góðar líkur að það gangi upp. En ef fólk gerir það ekki eða er svo gífurlega mismunandi einhverra hluta vegna, þá er það alveg til í dæminu að fólk sem elskar hvort annað mjög mikið ákveði að skilja að skiptum einungis til þess að vera ekki ávallt uppgefið á sál og líkama (uppgefin sál getur gert mann uppgefinn líkamlega).
Þess vegna segi ég núna við ykkur öll: það skiptir svakalega miklu máli að leita sér aðstoðar sem fyrst svo að öll andleg orka sé ekki uppurinn þegar þið loks gerið ykkur grein fyrir að þið þurfið aðstoð!
Þetta er allavega mín skoðun. Ef þú ert á annarri skoðun þá virði ég það :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli