Sæl veriði.
Langaði bara til að létta aðeins af mér, eitthvað sem maður hefur aldrei gert, og alveg eins gott að gera það hér og einhverstaðar annarstaðar.
Málið er að ég hef aldrei verið í sambandi og verð oft þunglyndur þegar ég hugsa út í það. Mér líður eins og ég sé óáhugaverður, óspennandi og bara allt ömurlegt við mig, sem er ekkert sérstaklega skemmtilegt.
Það sem ég vil helst akkúrat núna er kærasta, eins cheezy og það hljómar. Bara einhverja sem ég get tjáð tilfinningar mínar til, þar sem ég tel mig vera uppfullan af tilfinningum sem þurfa að komast út. Kannski er málið með að ég hafi aldrei verið í sambandi það að ég get stundum verið mjög óöruggur með sjálfan mig. Það kannski er vegna þess að ég var lagður í einelti í æsku og hef ekki almennilega jafnað mig á því? Hver veit.
Einhver annar/önnur sem líður eins?
Og á meðan þið lesið þetta þá er ég farinn að skjóta mig fyrir að gera svona væminn þráð á huga.