Vivi
Hvað er málið með stelpur og að vilja bara gaura sem eru fífl? Ég hef oft tekið eftir þessu og meira að segja prufað þetta sjálfur, og það bregst ekki, stelpur vilja bara gaura sem eru algjörir hálfvitar.
Af hverju haldið þið að þetta sé?
.. og það er mjög mikið til í þessu.
Ég var til dæmis núna að kynnast stelpu, hef reyndar svona þekkt hana sem kunningja frekar lengi en við kynntumst mikið betur á balli um daginn. Ég hef lengi verið svona smá “skotinn” í henni þó ég hafi ekkert þekkt hana neitt mikið.
En eftir að ég kynntist henni betur þá féll ég algjörlega fyrir henni. Núna þessa dagana get ég voða lítið hugsað um annað en hana.
Helgina eftir þetta ball fórum við saman í útilegu sem var alveg æðislegt. Daginn eftir kom hún með mér heim, við leigðum mynd og höfðum það gott, svo gisti hún hjá mér.
Ég tala mjög mikið við hana og við erum mjög góðir vinir og allt það, ég persónulega vill verða meira en það. En þar kemur inn vandamálið.
Hún hefur svona hægt og rólega verið að segja mér það að týpurnar sem hún hefur verið að deita eru svona ‘bad-guys’ sem hún hefur ekki fengið samviskubit yfir að ‘vera leiðinleg við’.
En hún sagði við mig að hún gæti ekki hugsað sér að vera leiðinleg við mig því ég væri svo góðhjartaður og góður við alla, og myndi því ekki treysta sér út í eitthvað meira en að vera vinir.
Mér líður alveg hræðilega illa útaf þessu, sérstaklega þar sem ég er kominn með mjög sterkar tilfinningar til hennar, svo eru þessar tilfinningar ekki eitthvað sem ég get bara litið framhjá og gleymt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig, og það versta er að ég get ekkert að þessu gert, þetta er bara minn persónuleiki :/
Hvað á ég að gera í þessu? Á ég einhvern möguleika? :/
“What comes around goes around” - Ekki alveg að kaupa það eftir þessa reynslu mína :/