Kvöldið.
Mig langar aðeins að fá álit ykkar á því hvernig sé best að enda samband.
Þannig er að ég hef verið í sambandi með stelpu í rúma 5 mánuði og er ekki að “finna” ástina í þessu sambandi ennþá… og efast því um að ég finni hana í þessu sambandi úr þessu. Ég held því að sambandið eigi ekki mikla möguleika á framtíð og er þess vegna að íhuga að enda það. Það flækir hins vegar málið að mér finnst eins og kærastan mín sé algjörlega á hinni hliðinni í þessu máli - ástfangin og hamingjusöm og grunar ekkert hvað ég er að hugsa.
Ég á því mjög erfitt með að taka af skarið og ræða við hana um þetta, þar sem ég fæ alltaf hrikalegt samviskubit að hugsa til þess hversu mikið ég er líklega að særa hana með þessu.
Ég spyr því: þau ykkar sem hafið staðið í svipuðum sporum, hvernig tækluðuð þið þetta? Er blákalt samtal upp úr þurru besta leiðin, eða væri betra gagnvart henni að reyna að ýja að þessum hlutum einhvern veginn áður fyrst?? Einhver dagur betri en annar, og svo framvegis…?
takk