Þetta er ekki beint um ástarsorg þó þetta kannski tengist henni.

Ég get svoleiðis svarið að ég held að það sé komið að því sem ég hélt að myndi aldrei gerast við mig. Ég er nokkuð viss um að ég sé hætt að trúa á ástina fyrir fullt og allt.
Ég ætla aldrei að elska aftur, það er alltof sárt. Og sambönd enda ALLTAF!
Ef þau enda ekki með því að sambandið slitnar (hvernig sem það er gert) þá endar það með því að annar aðillinn deyr og skilur hinn eftir einan. See my point?

Ég trúði virkilega á ást, maður finndi ástina sína og gæti eytt með henni allri sinni ævi, en einhvern veginn hefur sú trú alltaf verið að minnka upp á síðkastið.
Móðursystur mínar tvær eru báðar með 2. kallinn sinn núna, og eiga börn með báðum köllunum sínum. Mamma eignaðist mig með pabba mínum, fékk sér nýjann 2 árum seinna, eignaðist börn með honum, og nú, eftir rétt tæplega 11 ára hjónaband og lengri samvist eru þau að skilja.
Kærastinn, sem ég trúði með minni smábarnatrú (sem var auðvitað alveg út í hött) að ég gæti eytt allri minni ævi með, eignast mín börn með og allan pakkann ef ég ynni bara nógu vel að því, hann s.s. sagði mér upp bara núna um daginn. Hann elskaði mig ekki lengur, og bara ok, eitthvað sem ég þarf bara að læra að sætta mig við býst ég við.

Þannig að, eins og ég sé hlutina; Eins yndislegt það er að elska þegar maður er elskaður til baka, þá er það einfaldlega ekki þess virði. Því það er virkilega sárt að elska og endar alltaf illa, best bara að reyna að lifa lífinu á meðan maður á það, ekki eyða því í ást sem á að lokum eftir að skemma þig að innan.

Já, voðavoða biturt, ég veit. Ef þið elskið í augnablikinu þá bara njótið þess meðan þið getið og sleppið því að pæla í því sem ég var að skrifa (mynduð hvort eð er ekki gera það :P).
Ég fyrir minn part ætla ekki að elska aftur. Ef ég mögulega gæti elskað aftur, þá ætla ég að berjast við það eins og ég get.
=)