jamm ég hef nokkru sinnum endað í svoleiðis “sambandi”
Og þetta er alltaf flóknara en það á að vera. En t.d. Var ég og einn vinur minn lengi í svona sambandi, ég svaf stundum hjá öðrum og það fór svoldið í hann, en ég var hrifin af honum og vildi vera með honum. Það fór á endanum þannig að hann byrjaði með stelpu, ekkert illt var á milli okkar en ég var svoldið sár, en ég vissi út í hvað ég var að ganga. Seinna tók ég og þessi strákur aftur upp á að hittast, þá var ég hvorki hrifin af honum eða að sofa hjá öðrum, það gekk miklu betur, en ég hætti þessu því ég var hrifin af öðrum. Við erum ennþá vinir.
Ég á fleiri söögur um þetta en þær eru flestar í sama dúr annar er meira hrifinn en hinn. En pointið er samt að í mínu tilviki breytti þetta ekki vinskapnum það mikið að það var ekki þess virði, það er bara að vera með rétt hugarfar og ekki ætlast til of mikið, því þú ert heldur ekki að gefa of mikið, en virða samt að þetta er “samband” og þið eruð 2 tilfinningaverur. Öll sambönd eru vinna og sáttmálar og það er vel hægt að ganga yfir mörk og særa bólfélaga, alveg eins og kærustu/asta.
Ég vona að þetta svari einhverju fyrir þig ;)
Diamonds arn´t forever….. Dragons are