Ég er komin í sjálfskaparhelvíti.
Ég er þannig séð nýkomin útúr mjög slæmu sambandi. Semsagt nýbúin að jafna mig á gaur sem screwed me badly eins og þið hafið kannski lesið um í korkinum í Ástarsorg. Eniveis.
Eftir það ákvað ég að setja mörkin mín hærra. Ekki vera með gaur sem gæti átt við einhver issues að stríða. Og allt í lagi með það.
Nema hvað ég held að ég þjáist af skuldbindingarfóbíu sem er skrítið því ég þrái ekkert meir en að vera í sambandi.
Ég finn eitthvað að öllum gaurum, hann er of svona eða of þetta og ekki nógu svona og ekki nógu þetta. Jafnvel þó að þetta séu bara fínir strákar.
Ég er eins og Chandler.(Og búin að horfa of mikið á Friends uppá síðkastið)
Hvað á ég að gera. Plís vill einhver vísa mér veginn því ég er að fara að hitta perfectly normal gaur á morgun en mig langar ekki til jafnvel þó mig langi til. Gosh.
Hvað er að mér?