Já málið er svona. Það er strákur sem ég er hrifinn af og við höfum hist í nokkur í skipti. Fyrstu skiptin þá vorum við bara að spjalla og um allt og ekkert. Síðan bauð hann mér í partý. Þar drakk ég ágætlega og hann líka. Við skemmtum okkur vel og gleymdum okkur oft í kossum og káfi í kringum vini hans. Síðan keyrði vinur hans mig bara heim.

Síðan núna uppá síðkastið höfum við ekkert hist. Jú hann hefur hringt í nokkur skipti og talað við mig í smá tíma. En alltaf drukkinn. Hann segir oft hluti eins og “við verðum að fara að hittast” eða “hvað ertu að fara að gera næstu helgi?”. En ekkert gerist svo.

Hefur hann áhuga? Eða hefur hann bara áhuga þegar hann er fullur?