Bergþór heiti ég Briem og er að reyna fyrir mér í ritgeiranum. Hér langar mig að birta framhaldssögu sem ber nafnið Lautin okkar. Mér þætti gaman að heyra álit ykkar á sögunni. Í guðanna bænum, ekki vera feimin.
Best að láta smásöguna tala!


Þetta byrjaði allt í líkamsræktinni, þar sem þau voru bæði að æfa. Hann tók strax eftir löngum fótleggjum hennar og stinnum brjóstum. ,,Þarna,“ hugsaði hann með sér, ,,er kvenmaður að mínu skapi.” Hann gekk upp að henni hægum skrefum. Honum leið hálfvandræðalega og vissi ekki hvar hann átti að hafa hendurnar. Átti hann að hafa þær í vösunum? Eða láta þær lafa niður með síðunum? Þessu velti hann fyrir sér meðan hann nálgaðist hana.

- Hæ. Kemur þú hingað oft? spurði hann hressilega.
- Nei. Þetta er reyndar mitt fyrsta skipti, svaraði hún. Hún brosti góðlega. Hún hafði fallegt bros.
Hann fann nú til sjálfsöryggis. Einhvern veginn vissi hann að þau næðu saman. Það var sem þau væru tengd ósýnilegum böndum.
- Á ég að sýna þér staðinn? spurði hann. Hún flissaði lítillega.
- Já já, það væri indælt.

Síðan gekk hann með henni um svæðið og kynnti hana fyrir vinum sínum. Hann sagði nokkra brandara og allt gekk í
sögu. Þau voru fullkomin fyrir hvort annað.