Ég veit að ég gæti aldrei upplifað ást við fyrstu sýn.
Um ævina hef ég oft orðið skotin í lengri eða skemmri tíma. Allir þeir sem ég hef orðið hrifin af eiga það sameiginlegt að þeir hafa talað við mig og allir hafa þeir verið einhvern veginn… utan seilingar. Ég þarf að vera búin að kynnast einstaklingnum til þess að geta orðið hrifin af honum. Þegar ég hitti stráka sem ég hef ekki séð áður lít ég ekki á þá, geri mig að engu. Mig langar ekki til þess að vera nálægt þeim, mig langar ekki til þess að kynnast þeim. Ég skil ekki vinkonur mínar sem geta náð sér í stráka og djamminu og farið heim með þeim – og hitt þá síðan aldrei aftur.
Ég hef aldrei átt í sambandi. Ég get varla ímyndað mér að ég muni einhvern tímann eiga í sambandi. Ég gæti aldrei stigið fyrsta skrefið. Ég hef aldrei tekið eftir því að einhver laðaðist að mér. Ég skil ekki stráka, skil ekki hverju þeir leita eftir.
Er ég sú eina sem hugsar svona?
Eiga allir von um að finna einhvern?