Þannig er mál með vexti að ég var voðalega hrifin af stelpu sem var með mér í bekk. Skildist að það hefði verið gagnkvæmt fyrir en þorði ekki að gera neitt því ég var ekki viss. Svo kláraðist skólinn og ég fór burt úr bænum í skóla og kom heim núna í sumara og áðana fór ég að tala við þessa stelpu á msn og fann aftur þessar tilfiningar til hennar.
Á ég bara að láta kyrrt liggja er þetta bara eitthvað rugl í mér. Er algjör klaufi í öllum svona málum en veit ekki hefur alltaf fundist vera eitthvað sérstakt við þessa stelpu, er ekki algjört rugl að fara að reyna eitthvað núna svo fer ég aftur burt í skóla þó að ég verði meira heima núna en áður og þetta er nú ekki langt.