Ég sagði aldrei að ég vildi ekki hafa neitt væmið í sambandi (eins og það sem þú nefndir) - heldur var ég að reyna að koma því frá mér að ég vil ekki fá væmin sms eða að vera kölluð dúllubolla til dæmis.
SOUR
Og þér finnst það þegar strákur er að kaupa eitthvað handa þér að hann er þá ekki að koma fram við þig sem jafningja? Vinsamlegast útskýrðu..?
Núna ertu að taka það sem ég er búin að segja svolítið úr samhengi enda sagði ég aldrei að þeir sem kaupa eitthvað handa kærustunni sinni séu ekki að koma fram við þær eins og jafningja, heldur sagði ég orðrétt:
“Það sem ég fíla við stráka er þegar þeir eru bara venjulegir við mann og koma fram við mig sem jafningja.”Svo í öðru svari:
“Mér finnst það kannski allt í lagi ef það er eitthvað alveg sérstakt - en ég bara fíla ekki að láta dekra við mig ákkúrat svona.”Þetta var algjörlega ótengt og þess vegna er þessi spurning/fullyrðing þín ekki byggð á neinu sem ég hef sagt hingað til.
Hins vegar finnst mér það bara óþægilegt ef að strákar eru að kaupa eitthvað handa mér í tíma og ótíma og mér líður hálfpartinn eins og þeir haldi að ég geti ekki keypt mér föt sjálf. Svoleiðis er það bara og algjörlega mín skoðun.
Mér er nett sama þótt að einhverjar stelpur séu að deyja yfir kærastanum sínum sem er alltaf að koma heim til þeirra með ný föt og skó, en ég persónulega myndi fá ógeð og biðja hann að hætta þessu.