Ef að stelpa sefur hjá strák á fyrsta stefnumóti þá er hún að fórna miklu, það er að segja ef hún vill síðan eitthvað meira. Þá kannski gerir strákurinn ráð fyrir að þetta geri stelpan í hvert sinn sem hún hittir strák… Og það finnst stráknum mikið turnoff. Þetta getur líka eyðilagt “neistann” á milli þeirra. Ég held allavega að það sé betra að bíða :)
Æj ég hefði getað orðað þetta miklu betur en einhvern veginn finn ég ekki réttu orðin núna…
En samt getur þetta verið mjög persónubundið. Ég og fyrrverandi kærastinn minn fórum svolítið fljótt í hlutina þegar við kynntumst, en það samband entist nú ekki lengi. Er samt ekki að segja að það endaði vegna þessa.
Ég og núverandi kærastinn minn sváfum ekki fyrst saman fyrr en nokkrum dögum áður en við byrjuðum officially saman og ég er mjög ánægð með það :D
Og ef strákur hefur bara samband þegar hann er í glasi, er hann þá ekki bara á höttunum eftir kynlífi? Eða lýsir það meira mjög lágu sjálfstrausti?
Again, það getur verið mjög persónubundið. Ef hann er þekktur player, þá er líklegt að hann vilji bara ríða… Ef þetta er góður strákur og feiminn er það örugglega vegna lítils sjálfstrausts sem hann hefur samband bara þegar hann er í glasi.
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað!