Heyriði, þannig er mál með vexti að kærastinn minn á afmæli bráðum :)…og ég var að spá í að bjóða honum á tónleika, sem ég er nokkuð viss um að hann langi á, ég veit allavega að hann langaði að fara á þessa tónleika og var að tala um það í kringum jólin :P.

En svo er málið, að ég er ekki viss hvort hann vilji fara með mér eða vilji fara frekar með einhverjum vini sínum. Ég er heldur ekki alveg 100 % viss um að hann langi það mikið á þessa tónleika lengur, og svo veit ég ekkert með svona sætaskipan :P (var að kíkja á miða á midi.is) hvort hann vilji frekar vera framarlega eða frekar fyrir miðju.

Þannig að núna var ég farin að pæla í því hvort maður ætti kannski bara að hætta við það að hafa þetta æðislega surprise-afmælisgjöf og tala við hann bara núna og láta hann ákv. þetta sjálfann?
Velja miðana, hvenær hann fer (2 dagar koma til greina) og með hverjum…já og hvort hann fari.
Skemmir það kannski alla skemmtunina eða?

Allavega…hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?
hafa þetta öruggt og láta hann ákv. allt sjálfur, eða gera surprise sem mistekst kannski allsvakalega? :S :P

Eeen, reyndar…ástin mín, ef þú sérð þetta (sem eru reyndar alveg einhverjar líkur á að gerist, þó ég voni virkilega ekki :P)…þá bara talaru við mig :P ok?…datt bara ekkert annað ráð í hug til að leysa úr þessu ;)


Bætt við 6. júlí 2007 - 15:48
Aaaa! Get ekki gert þetta sjálf! :(
Verð að láta hann velja þetta :/ (þoli ekki að ég get ekki ákv. neitt :( )
Svo fækkar sætunum auðvitað, þannig ég tala bara við hann í kvöld :), þá verður hann bara að verða hissa þá í staðinn fyrir á afmælinu sínu :) :/.

Ohh, jæja, það verður bara að hafa það…ég get þetta engan vegin sjálf :S
=)