Jæja fólk…Mér vantar hugmynd!!! Ég er að fara í brúðkaup hjá systir vinkonu minnar um næstu helgi og ég veit ekkert hvað ég á að kaupa :/ Endilega hjálpiði mér og komið með hugmyndir;D P.s brúðkaupið er næstu helgi
spurðu hana hvort hún sé ekki með svona man ekki hvað það heitir en það er svona pöntunarlisti, brúðhjón geta gert það í búðum til að auðvelda gestum að kaupa gjafir, þá eru þau búin að velja ýmislegt sem vantar í búðunum og það er skráð og þú getur farið í búðina og séð hvað það er.. mjög sniðugt fyrir fólk þá eru þau ekki að fá einhvað sem þau hafa engin not fyrir eða líkar ekki
Nei það er ekkert endilega gert.. Systir mín er að fara að gifta sig í ágúst og hún er með óskalista í “Líf og list” .. Hún vildi ekki setja það á boðskortin vegna þess að það gæti alveg eins táknað frekju. Hún sagði bara frá því ef fólk spurði og svo sínum nánustu..
Mæli með leikhúsmiðum :) Það er alltaf gaman… Allavega myndi ég gefa þeim einhverja svona boðsmiða, t.d. í Bláalónið eða eitthvað svona sniðugt :) Þú veist að þau munu nota það.
er sammála..alltaf gaman að fá gjafabréf :D..enn mér persónulega myndi langa að fá eitthvað sem gæti komið að notum eða ég gæti átt þangað til ég myndi leggjast:D…svo gaman að eiga gjafir og muna um leið þegar þau fengu hana í brúðagjöf frá þér ;)…oft eru gjafalistar td. í tékk kristal eða já svona heimilisbúðum :P..ölkanna er alltaf klassísk :D..fallega innpökkuð og þá úr matarstellinu sem þau pöntuðu ;)
heh :)…ég skrapp nú á Sólheima í fyrradag að skoða allt þetta sem er þar, og þegar ég var að skoða hlutina í búðinni (sömu búð og matvörurnar eru í) þá fór ég einmitt að hugsa hvað það væri nú tilvalið ef ég væri að fara í brúðkaup eða eitthvað svo maður hefði ástæðu til að kaupa þessa fallegu hluti :P, eða bara ef ég ætti mína eigin íbúð eða e-ð :). Allavega ef þú átt þarna leið hjá :P ;)…þá gæti verið ágætt að kíkja í búðina þar :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..