Svo lengi sem það kemur ekki niður á sambandinu:)
Mér finnst nú allt í lagi að stelpan sýni bara smá áhuga og fái jafnvel að prófa að spila líka smá.
Öll pör eiga að hafa sameiginlegt áhugamál hvort sem það er að veiða, fara í bíó eða spila tölvuleiki:)
Ef að annar aðilinn getur bara alls ekki hugsað sér að stunda eitthvert áhugmál maka síns með honum, þá þarf bara að hafa ákveðin tíma þar sem að báðir geta stundað sín áhugamál í sundur! ..þá getur hún þess vegna farið að versla og hann spilað tölvuleiki á meðan, osfrv.
Annars þá finnst mér það EKKI asnalegt þar sem að ég er tölvunörd líka:P ..að spila tölvuleiki er þá number one áhugmál hjá mér og mínum og þó að við spilum ekki endilega sömu leikina þá getum við samt verið saman í herbergi að spila sitt hvorn leikinn:P ..Það er ótrúlega mikill félagsskapur í því bara að hafa hann í herberginu, þó hann sé ekki að gera það sama og ég:)