Ég hef ætlað að mana mig til þess að skrifa hérna í þónokkuð langan tíma.

Þannig er mál með vexti og ég ætla bara að byrja á byrjununni. Þetta gæti verið svoldið langt, kannski enda ég bara á því að senda þetta inn sem grein.

Í maí 2005 kynntist ég fyrrverandi kærastanum mínum. Við byrjuðum saman eftir að hafa þekkt hvort annað í ágætan tíma. Hlutir þróuðust mjög hratt og eftir mánuð fór ég með honum á ættarmót. Allt gekk eins og í sögu. Það var reyndar eitt vandamál sem ég var tilbúin að ýta til hliðar. Hann var fyrrverandi eiturlyfjaneitandi en ég vildi láta reyna á þetta og hann hætti viku áður en við byrjuðum saman. Ég fór fljót að flytja inná hann því við vorum bæði í skóla í Rvk og ég bjó ekki í Rvk þessvegna var þetta mjög hentugt. Nema að því leyti að við féllum í gryfju sem að mörg ung pör gera. Við urðum of þægileg saman. Það var enginn spenna lengur og ekki neitt. Við vorum bara 17 en höguðum okkur eins og við værum 70.

Eftir kannski svona ca. ár fóru hlutir að ganga illa. Hann fór að drekka meira. Útskrifaðist ekki með mér því hann nennti ekki að læra, ég var nánast að gera tvöfalda heimavinnu því ég var svo mikið að reyna að hjálpa honum en gleymdi mér allan tímann. Ég fór að nöldra meira og við fjarlægðumst hvort annað. Svo kom að því eftir að ég útskrifaðist að hann hætti með mér eftir 1 og 1/2 ár. Nánar tiltekið í september í fyrra. Ástæðan var að hann bara höndlaði ekki samband þarna. Þetta var orðið svo mikið og honum langaði að vera frjáls.

Mánuðurnir eftir það eru að mestu leyti í móðu. Ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið tímabil sem ég er ekki stolt af. Fór að drekka meir og bara algjörlega týndi sjálfri mér.

Svo varð það í segjum svona apríl/maí sem ég fór loksins að taka mig saman í andlitinu og ég og minn fyrrverandi vorum orðnir mjög góðir vinir á ný. En bara vinir, hann var fljótt kominn með aðra upp á arminn.

Svo gerðist það eftir að þessi nýja fór eitthvað illa með hann að hann kemur og tekur mig á rúntinn. Við rúntum í smátíma og svo berst talið að kynlífi. Og allt í einu erum við búin að gera díl um það að við ætlum að vera bólfélagar. EKKI GOTT.

Og nú hef ég verið að íhuga margt og mikið. Við fórum á fyllerí um daginn þar sem hann sagði við mig að hann vildi byrja með mér þegar hann væri tilbúinn. Og hvað? Á ég þá bara að bíða?

Ég hef verið að pæla mikið. Maður heldur alltaf að maður þekki einhvern en svo kemur eitthvað allt annað í ljós um hann. Og það er það sem ég hef brennt mig rosalega á. Ég treysti fólki of mikið og enda svo á því að verða særð.

Er hann að nota mig sem varaskeifu því hann veit að hann á aldrei eftir að missa mig eða er hann að þessu því honum þykir vænt um mig. Hann er vanur að segja að hann geti ekki stundað kynlíf með manneskjum sem hann elskar ekki.

Er ég bara stelpan sem á hvort sem er aldrei eftir að fara? Litli auminginn sem alltaf verður til staðar?

Hann er líka farinn að nota dóp á ný. Um leið og við hættum saman.

Svo veit ég ekki hvort að ég elski hann í raun og veru eða hvort að þetta sé bara væntumþykja. Við höfum oft talað um það að við eigum aldrei eftir að finna neinn sem við elskum jafn mikið. En afhverju vill hann þá ekki samband?

Æi þetta er of mikið fyrir mig. Ég hélt að ég gæti verið bólfélagi en ég get það ekki. Mér líður eins og notaðri tusku. Aldrei áður hef ég hugsað jafnmikið um það að binda bara enda á alltsaman eins og eftir að ég kynntist honum.

Ég þoli ekki aumingjann sem ég er orðin. Ég var alltaf svo sterk en svo kemur einn strákur og hefur þetta líka svaka tak á mér.

Ég vil ekki hætta með honum sem bólfélaga því ég vil ekki særa hann en aftur á móti vil ég ekki bíða eftir því að hann særi mig aftur.


Ef einhver skilur orð í því sem ég er að segja hérna þá má hann endilega tala. Og þarf ekkert endilega að vera með nein ráð, bara kannski svipaða reynslu eða eitthvað.

Fyrirfram þakkir:)