tengdapabba mínum líkar mjög vel við mig, sú virðing sem hann ber til mín er ekki eitthvað sem gerist bara. sjálfur síni ég honum mikla virðingu.
nr.1 er að alltaf heilsa honum þegar þú hittir hann. ekki vera feiminn við hann.
- spjallaðu við hann, komdu með umræðuefni. t.d. ef þér vantar hjálp við eitthvað þá skaltu byðja hann um ráð, þá sér hann að þú virðir hann og viljir hans álit á hlutunum. væri rosalega mikill bónus að tala um dóttur hans t.d. byðja hann um að hjálpa þér að velja afmælisgjöf fyrir hana, komast að áhugmálum hennar o.s.frv.
- reyndu að kynnast honum, komast að því hvað hann hefur áhuga á.
ég gerði það og komst að því að við báðir höfum áhuga á gítar. núna spilum við oft saman á gítar og ég hjálpa honum mikið við það að læra á gítar, þar sem ég kann meira á gítar en hann xD :P
- alltaf vera hreinskilinn við hann, ef eitthvað umræðuefni er í gangi og þú hefur sterkt álit á því, segðu þá þína skoðun, sama þótt þú haldir að hann hafi þveröfuga skoðun á málinu. þá sér hann að þú ert ákveðinn og hreinskilinn.
ef það er eitthvað meira sem ég get sagt þér eða þú hefur spurningar þá skalltu bara senda mér PM :)
vona að þetta gagnist þér eitthvða og bara gangi þér vel í þessu.