Sælt verið fólkið.
Ég leiddist hérna rétt áðan og ákvað að horfa á einn Futurama þátt sem ég var ekki búinn að horfa.
Og ég verð að segja að þetta var einn sætasti þáttur sem ég hef séð miðað við Futurama.
Hann gekk þannig á að allt crew-ið var á e-u mission að sækja hunang hjá hættulegum geimbýflugum hehe. og Leela (eineygða konan) tók einn býflugnaunga með sér, en á leiðinni heim stakk þessi býfluga á leelu en í gegnum fry (rauðhærða fíflið), því hann var að verja hana. Og haldið var að hann var bara dáinn og gekk þannig á allann þáttinn. En Leela var svo sorgmædd að hún borðaði e-ð jelly því það átti að vera róandi. En hún sofnar þá útaf því, og þá sér hún Fry. Og þá heldur hún að hann sé lifandi,
en svo vaknar hún og segir frá hinum. Þau vilja ekki trúa og svo sofnar hún aftur, og þá sér hún Fry enn einu sinni enn og það var e-ð svo voða rómantískur draumur.
En svo vaknar hún aftur og reynir þá að sanna það aftur fyrir hinum að Fry sé lifandi, en þau vilja ekki trúa því.
Þannig að hún fer útí geim að kistuna han Fry's vildi sjá hann dauðann svo að hún vissi að hún væri ekki e-ð crasy, en þá vaknar hún aftur í herverginu sínu. Og ákvað að éta meira að þessu jelly svo að hún sofnar bara endanlega því þegar hún er vakandi þá er hún sorgmædd en í draumunum er hún voða glöð því Fry er hjá henni.
En þá talar Fry við hana uppúr myndinni (það var innrömmuð mynd af honum á náttborðinu hliðina á rúminu) og segir að gera þetta ekki og bla bla bla..voða hughreyst samtal og svona, og hún kastar krukkunni fullan af jelly frá sér og á e-a býflugu sem var að fljúga þarna og splúndrast en í staðinn koma fleiri þúsundir býflugna og þá verður hún voða hrædd og tekur myndina af Fry og heldur um hana (ástin í “loftinu”), en svo vaknar hún og er á spítala, henni hefur þá bara verið að dreyma allann tímann. Og fry hefur verið hjá henni allann tímann, eða um tvær vikur og hefur verið að tala við hana allann þennann tima.
Og þau faðmast og segir hvor öðrum að fara í sturtu.
Ok..mér fannst þetta mjög sætur þáttur :') ..og endilega horfið þennann þátt þó að þið hafið ekki áhuga á teiknimyndir.