æ, en sætt ;O)
Minn er einmitt svona rómó þegar hann veit upp á sig sökina eða einhvað sérstakt er í gangi.
Reyndar lenti ég í því eitt skiptið að panta ferð til vinkonu minnar út í Svíþjóð og hafði ekkert rætt það frekar við unnustann. Ég keypti miðann og sagði honum það eftir á, hann var auðvitað rosalega svekktur því þá var ég einmitt úti 3.júní (þá 2 ára afmælisdagurinn okkar). Ég eins og hálfviti var búin að steingleyma því :O/
Alla ferðina rifumst við í símanum um alla minnstu hluti og þessi vikuferð varð nú eintómt væl í mér og pirrelsi í honum.
En þegar ég kom heim var hann búinn að búa um rúmið og taka til. Á rúminu var stækkuð mynd af mér sem honum fannst alltaf svo flott, bangsi með hjarta (sem við áttum fyrir en hann styllti því upp) blóm, hálsmen (lás og lykill) og að lokum miði sem stóð á “Fyrirgefðu að ég var ekki hjá þér” (man ekki alveg orðrétt).
Ég kenndi mér auðvitað um allt og við fyrirgáfum hvort öðru. Hann var leiður yfir því að hafa verið svona leiðinlegur við mig í símann á meðan ég var úti og ég var auðvitað að drepast úr sektarkennd að hafa ekki munað eftir deginum.
En hey, maður er ekki fullkominn. En það sakar ekki að reyna að bæta fyrir það …. sem ég reyndi :O)
Vatn er gott