veit ekki hvort þið kæru hugarar gætu hjálpað mér/okkur einhvað með þetta, en ég var að vonast eftir einverjum hintum :)

ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í 3 mánuði núna eftir viku. við erum alveg að deyja úr ást og sambandið hefur gengið alveg eins og í ýktri ástarsögu ;) en nýlega hefur oft verið að koma upp á að við verðum ekkert það hress með hvort annað

ég treysti honum 100% en samt er alltaf eins og hann sé að reyna haga sér þannig að ég hætti að treysta honum. lækkar í símanum þegar hann talar við stelpur, hittir einhverjar heitar ánþess að láta mig vita og fer bara voðalega leynt með allt sem tengist öðrum stelpum og svona.

þetta fer þá svoldið í mig og ég fer í þessa svokölluðu fýlu.

Auðvitað fer hann þá að spurja hvað sé að, og ég útskýri, en þetta finnst honum allt svo eðlilegt, að hann sé að fara og hitta stelpur sem er hrifnar af honum upp fyrir haus, aleinn og ég má ekki koma með aþví þá verða þær pirraðar?

mér finnst þetta einhvernvegin als ekki eðlilegt í sambandi en honum finnst það?!

og oft einhvað svona sem mér finnst ekkert líta vel út, en honum finnst það ok, svo traustið mitt er byrjað að falla smám saman.

þetta hefur bara versnað með tímanum, en við bæði viljum svo mikið laga sambandið, því fyrir utan þetta erum við svo ótrúlega happy, en þetta hinsvegar gengur ekki, samband byggist svo mikið á trausti.

skoðanir og hjálp vel þegin

Fyrirfram þakkir
Tarantula
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C