1.
Ég og minn vorum búin að vera saman í 7 mánuði 3 mánuði í fjarsambandi þegar hann bað mín og erum við núna búin að vera saman í 15 mánuði og 8 mánuði trúlofuð og erum eitthvað byrjuð að tala um brúðkaup… og við vorum; hann 20 ég að vera 19…
Hvernær þú biður hennar er alveg eftir því hve mikið þú elskar hana og hve mikið hún elskar þig
2.
Sumstaðar þá er það hefð að kaupa trúlofunarhring og þá er það bara hún sem er með hringin en eins og minn gerði það þá keypti hann braúðkaupssett og erum við því bæði með hring. Við ætlum okkur svo að nota þessa hringi líka þegar við giftum okkur, nema þá ætlum við að breyta áterunini inní hringunum… núna sendur í mínum: ég elska þig þinn….. og í hans sendur: ég elska þig þín… lailayr… (eða rétt nöfn okkar) og þegar við höfum gift okkur ætlum við að bæta við brúðkaupsdeginum.
3.
Hvar þú biður hennar er mikilvægt, þarf ekki að vera rómó en oft er það betra, en bónorðið verður að vera sérstakt. Höldum okkur við hvernig þetta var hjá mér: Hann ætlaði að biðja mín í nauthólmsvík en það voru of margir og dálítið hvasst svo hann hætti við og ætlaði þá að gera það upp á Perluni; úti á pallinum, en það var lokað svo hann spurði mig hvar mér findist fallegasti og rólegasti staðurin hérna á höfuðborgasvæðinu og ég sagði Elliðárdalurin hjá gömlubrúnum og þanngað fórum við og gæti ekki verið betri staður, við gengum út á miðju gömlubrúna og horfðum á fallegan eldrauðan himininn og var svo hita þoka yfir lækjunum og ég leit svo á hann og hann var komin niður á hné og bar upp spurninguna, ég gleymi þessu mómenti ALDREI og það er það sem þú átt að reyna…
Ef þetta hjálpaði eitthvað þá er það gott
Verðandi móðir og bíð spennt