Það er ást þegar þú bókstaflega elskar allt við manneskjuna, þér finnst meira að segja gallarnir hennar yndislegir, og þú elskar hana bara meira fyrir vikið. Þú veist líka að það er ást þegar þér finnst allt frábært og yndislegt við viðkomandi, finnst t.d ekkert ógeðslegt sem kemur frá henni, það er ást þegar þér finnst svitalyktin af viðkomandi góð, andfýlan á morgnana truflar þig ekki, þér finnst allt í lagi að það sé hvítlaukslykt út úr viðkomandi og það truflar þig ekkert þó að manneskjan ropi og það komi svona matarlykt…..
Allt sem þú undir venjulegum kringumstæðum fýlar ekkert sérstaklega frá öðrum, það er í lagi ef það er sú/sá sem þú elskar. Og þá er það sönn ást. Fyrir utan náttúrulega það að þú meikar ekki að ímynda þér lífið, framtíðina án viðkomandi, viðkomandi er þér alltaf mjög ofarlega í huga, þú myndir fórna öllu fyrir viðkomandi….og ég gæti haldið áfram endalaust. En annars er þetta bara nokkuð sem maður veit þegar maður lendir í því. Það fer EKKI á milli mála þegar maður kynnist þessu í fyrsta sinn, og það er ekkert eins yndislegt og að vera ástfanginn…..