0k. Oftast þegar ég er að fíla einhverja stelpu, sendi ég henni oft SMS, við spjöllum smá, oft eitthvað daður líka, síðan spyr ég hvort að þær vilji koma að gera eitthvað, vidjó, bío, niður í bæ að gera eitthvað, kaffihús or whatever.
Eitt sem ég skil ekki með stelpur.. Það eru þrjú viðbrögð sem ég hef fengið þegar ég poppa “deit” spurninguna.
Það eru “já”, “nei” og “ehm.. kannski.. ehm.. eg veit það ekki.. hmm..”. Eitt og tvö, allt í lagi með þau, þau eru skýr og greinileg.
En stelpur, þriðja svarið, gæti það þýtt tvennt?
Ég meina, þýðir það bara einfaldlega “nei” (eins og ég held að það geri, þá hætti ég oftast bara að SMSast og spyrja), eða að stelpurnar vilji að maður reyni aðeins meira, sýna dálítinn áhuga? Af því ég hef hitt stelpur og hlutir hafa bara gengið ágætlega (samt ekki oftast ;P) þegar ég fæ þriðja svarið. Ég reyni bara að reyna aaaaðeins meira, og reyni að vera ekki of ýtinn. Þannig hef ég skilið það. En ég verð bara að fá svari beint frá stelpunum. Hvað þýðir þetta þriðja svar?