Heyriði, ég á kærasta og við erum búin að vera saman í meira en hálft ár og allt gengið vel. Kannski einu sinni rifist, komist að góðri niðurstöðu og ekkert talað um það meir.
Ég segi honum öll mín leyndarmál og hann segir mér allavega slatta af leyndarmálum! Veit ekki hvort það séu öll sko. En já, ég held svei mér þá að ég sé bara ekki nógu þroskuð í samband. Og bara síðustu vikur hef ég bara farið að pirra mig á honum og er að verða brjáluð.
Mér finnst ekkert sem hann gerir frábært og ekki neitt. Mig langar rosalega að hætta með honum, en einhvernegin finnst mér ég þurfa hann innst inni. Hann býr svolítið langt í burtu og ég veit ekki hvort það myndi ganga að vera vinir.
Myndum líkalega aldrei hittast og svoleiðis. En allavega, hvað finnst ykkur? Og hvað mynduð þið gera?
'Peace'