Eg byrjaði með kærustuni minni rétt fyrir jól í fyrra og við vorum saman í svona 2 mánuði.
Síðustu vikuna í því sambandi fannst mér eins og eitthvað væri að en hún sagði mér aldrei neitt. Svo hringdi hún í mig og spurði hvort við ættum ekki bara að vera vinir.
Síðan byrjaði hún með öðrum strák og það entist í 3 mánuði en hann hélt framhjá henni og hún var auðvitað í ástarsorg og varð hálf þunglynd, og það voru nokkrir strákar sem nýttu sér það.
Svo nokkru eftir það var hún í öðru sambandi þar sem gaurinn nennti aldrei að hitta hana og sagðist alltaf vera að vinna, það eina sem hann langaði að gera var að ríða.
En svo hringdi hann í vinkonu hennar og bað hana um að koma að gera eitthvað og þannig endaði það.
Hún var alltaf að fá þunglyndisköst og svona eftir það og svo byrjuðum við saman aftur og þá hættu þunglyndisköstin alveg og hún hefur sjaldan verið jafn glöð og segir að enginn hafi komið jafn vel fram við hana eins og ég.
En núna erum við búin að vera saman í 7 vikur og á sama tíma í þessu sambandi finnst mer hún vera minna hrifin af mér.
Við vorum bara að kúra uppi í rúmi þegar hún fór bara alltíeinu að gráta og vildi ekki segja mér hvað væri að.
Þá þurfti ég einmitt að fara en ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri eitthvað minna hrifin af mér eins og síðast og það reyndist vera satt.
En hún samt veit ekkert afhverju, hún sagði að ég væri búinn að vera geðveikt góður við hana og alls ekki of mikið utan í henni eða neitt, bara eitthvað í hausnum á henni.
Og ég veit ekkert hvað ég á að gera ? Ég vil ekki að sambandið endi :'(
Empty