Góða kvöldið, ég bara verð að koma einu frá mér!
Þannig er mál með vexti að ég hef verið hrifinn af einu og sömu stelpunni í 2 ár, og hún er ein besta vinkona mín, og hefur verið þessi seinustu 2 ár.
Þegar ég kynntist henni fyrst voru bæði hún og ég 13 ára, og bæði alveg hrikalega feimin (vorum eitthvað að “dúlla” okkur), en svo nennti hún því ekki lengur (vill taka það fram að hún var feimnari en ég :P ), og sendi mér eitthvað sms með að hún meikaði þetta ekki or sum.
Eeeen, svo flutti ég til DK, og er að flytja til baka eftir 2 mán. og allan þennan tíma hef ég verið hrifinn af henni (rosalega hrifinn af henni), og það verður bara meira þegar ég hitti hana aftur og aftur.
Vandamálið er að ég held að hrifningin sé ekki gagnkvæm, en ef hún er það, skemmast þá ekki oft vinasambönd ef maður byrjar með bestu vinkonu sinni eða öfugt?
Það liggur við að ég sé fokkin' ástfanginn :P
Anyways, þurfti bara að koma þessu frá mér, ef einhverjum langar að “hjálpa”, þá bara commenta á þetta, varð bara að segja einhverjum frá þessu, öll góð ráð þegin =)
Takk fyrir að lesa þetta og fyrirfram þakkir!
Peeeeeeace, Shizzer.