Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig.
Með þitt fallega bros og birtu bjarta.
Þú í örmum mínum umvefur mig, með öllu þínu hjarta.
Ég get verið sólin þín, þegar allt er frosið.
Því sólin hún er lífæð mín, hún vermir sem þú brosir.
Þú ert von í ólgu lífsins dróma,
Þín fegurð mun aldrei gleymast mér.
Með nálægð þinni þú lætur hvern dag ljóma,
svo lífið verður sælla með þér.
Þær stundir sem við erum saman,
er sem ég finn angan af ilmandi rósum…
Þú og aðeins þú lætur mig finnast ég vera á lífi…
Engla hafa sumir augum litið,
en nú hef ég séð þig og það er nóg.
Þú átt skilið þökk og hrós,
þú átt framtíð bjarta.
Ef þú verður eilíft ljós,
inn í mínu hjarta.
Nú af sætum svefni vakna,
Þú í svefni birtist mér.
Ég finn hve sárt ég sakna,
að sjá þig ekki hér.
Hvert örstutt spor er auðnuspor með þér,
Hvert andartak er dvaldir þú hjá mér,
er sólskynsstund og sæludraumur hár,
sem lífir með mér öll mín næstu ár.