Karlmenn eru fastir í “karlmannlegri” stereótýpu og stereótýpa homma er aftur á móti mjög lítið karlmannleg.
Það er viðurkennd theory (man ekki íslenska orðið) að karlmenn sem eru óöruggir með eigin karlmennsku vegna þrýstings samfélagsins eru ekki tilbúnir til að samþykkja annað atferli karlmanna.
Í raun má segja að þeir séu hræddir við homma (eða þá sem hegða sér ekki eins og hörkutól, sem er alls ekki hægt að segja um alla homma og auðvitað eru til gagnkynhneigðir karlmenn sem hegða sér ekki eins og testosterónsprengjur) því að þeir skilja ekki hvers vegna þeim leyfist þetta atferli.
Manneskjan er hrædd við það sem hún skilur ekki.
Konur hafa aftur á móti fengið að gegna tveimur hlutverkum í nokkra áratugi. Í raun breyttist allt þegar þær byrjuðu að ganga í buxum. Nú geta þær valið á milli þess sem er “karlmannlegt” og “kvenlegt”, t.d. milli pilsa og buxna. En ef karlmaður sést í pilsi niðri í bæ (sem er ekki skotapils) myndu flestir kalla hann homma, öfugugga (queer), klæðskipting eða eitthvað annað sem þeim finnst hafa niðrandi merkingu.
En hvernig í ósköpunum er hægt að skilgreina manneskju af því hvort hún gegnur í buxum eða pilsi? Eru allar konur sem ganga í buxum lesbíur? Nei. Svo hví ættu allir karlmenn sem ganga í pilsum að vera hommar?
Kynhneigðarfordómar koma vanalega frá sama kyni. Konur eru yfirhöfuð með mikið breiðara svið af mögulegum persónuleikum (karlmannlegar - kvenlegar) óháð kynhneigð og því er ekki hægt að flokka lesbíur sem eitt og gagnkynhneigðar sem annað. Karlmenn hafa því miður enn ekki náð þessu frelsi.
Mitt ráð við því:
ALLIR KARLMENN SEM ERU ÖRUGGIR MEÐ SÍNA KYNHNEIGÐ OG VILJA MINNKA FORDÓMA GEGN HOMMUM OG KARLMÖNNUM SEM EKKI HEGÐA SÉR EINS OG STEREÓTÝPÍSK TESTOSTERÓNSPRENGJA SKULU HÉÐAN Í FRÁ GANGA Í PILSUM ANNAÐ SLAGIÐ.
Og ég er ekki að grínast.
Þetta er ekki lausn á fordómunum í heild sinni, en oft þarf ekki mikið til að koma af stað umræðum og breytingum. :)
Gó karlmenn sem eru öruggir með sjálfa sig!