Fyrir um 2 vikum síðan byrjuðum við raunverulega saman, ég áhvað að slaka bara á og treysta honum og hef allavega alls ekki séð eftir því, er eins hamingjusöm og frekast gæti verið, reyndar gerðust hlutirnir nokkuð hratt hjá okkur þar sem við vorum eiginlega ekki alveg til í fjarsamband, allavega ekki ef um langar vegalengdir væri að ræða, en það leystist með því að hann flutti inn!
Get ekki lýst því hversu yndislegar 2 síðustu vikur hafa verið, tilfinningar sem ég hélt að ég ætti ekki til hafa vaknað og í raun og veru er ég nokkuð viss um að ég hef ekki verið svona hamingjusöm frá því ég man eftir mér.
Vissulega er ég samt pínu óörugg, hef lengi verið paranoid ekki síst gagnvart sjálfri mér,(þeir sem þekkja mig í real live vita flestir ástæðurnar) festist öðru hvoru í pælingum hvort ég hafi raunverulega allan þennan áhuga á kærastanum eða hvort ég sæki bara í öryggið en þær pælingar hverfa svo alltaf þegar ég hitti hann næst. Alltaf virðist hann ná betur og betur að finna kjarkinn í mér sem einkenndi mig áður en allt fór til fjandanns, kjark sem aðeins mínir nánustu vinir þekktu áður og þá oftast bara afþví þeir höfðu lennt í vandræðum og ég rokið í fólk til að verja þá. Ég var í raun búin að missa kjarkinn, jafnvel gagnvart vinnunni minni sem hefur verið draumastarf mitt næstum allt mitt líf, en eftir síðustu 2 vikur hefur sá kjarkur komið aftur, í dag þori ég nánast í hvað sem er :O
Ég veit í raun varla hvað ég er að röfla um en vildi bara láta vita af því að allt fór eins og best var á kosið og þakka fyrir góð svör hérna um daginn ^^
Veistu hver ég er? Pff, stalker.. PM me?