Ekki viss hvað ég ætti að gera.
Gott kvöld, hljómar fáránlegt að skrifa svona kork seint en vandamálið er það að ég er frekar ástfanginn af vinkonu minni hérna í skólanum. Við erum rosalega góðir vinir og förum oft útá lífið hérna þar sem ég bý núna. En samt ég finn ekki beint fyrir áhuga frá henni nema svona vina áhuga en samt langar mig mikið að vera með henni og vera meira en bara vinir. En ég er ekki að þora að segja henni það og er ekki viss hvort ég ætti að gera það. Meina það gæti skemmt allt ef ég myndi tjá ást mína á henni. Sérstaklega ef ég held að enginn áhugi sé að hennar hálfu. Hvað mynduði gera í mínum sporum ?