Ég var búinn í vinnunni áðan og þegar ég er að labba útaf vinnustaðnum og þá sé ég þessa rosalega fallegu stelpu, ég horfi soldið á hana og sé að hún horfir á mig til baka. Síðan fer ég út í bíl og þegar ég kem keyrandi út bílastæðið er hún sitjandi inní kyrrstæðum bíl þar sem hún horfir á mig. Ég horfi á hana til baka og það eru greinilega straumar á milli okkar.

En svo kemur að því að ég fer framhjá bílnum hennar og fer mína leið.

Pointið með þessum þræði er ekki mikið, einfaldlega segja að ég þoli ekki svona aðstæður. Ekki eins og maður geti bara farið útúr bílnum og bankað á rúðuna og sagt hæ, ég heiti ******… hvað er síminn þinn?

Þó maður geti nú alveg gert það er það allavega ekki eitthvað sem ég sé sjálfan mig gera í náinni framtíð.

Langaði bara að koma þessu frá mér :P