Ég hef verið að pæla í einu undanfarið..
Segjum að eiginkona haldi framhjá manninum sínum.
Hún gerir allt sem hún getur svo að eiginmaðurinn komist ekki að framhjáhaldinu.
Í flestum tilfellum sem ég hef heyrt um og lesið um, þá er þetta svona. (Semsagt, makinn eða eiginkonan í þessu dæmi, segir ekki eiginmanninum frá.) Hvað er málið með það? Fyrir utan framhjáhaldið sjálft, þá finnst mér þetta viðbjóður! Þetta er svo óvirðilegt! Það er alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur haft litla samvisku.
Ef ég myndi gera þann skandal einhvern tímann, að halda framhjá, þá yrði ég að segja manninum mínum það strax. Annars dæi ég úr samviskubiti.
Gæti alveg verið að enn fleiri hafa heyrt dæmi um að makinn segi strax frá, en ég og nokkrar af mínum vinkonum erum sammála um þetta.
Veit eiginlega ekki afhverju ég er að skrifa þetta hérna, skrifa aldrei svona pælingar á netið. :) En allavega, endilega komið með skoðanir.