Hæm, ég ætla að gerast bjáni og fara að væla hérna inná huga. Ég á kærasta, sem ég hef verið með í eiginlega 1 ár, ef maður pælir ekki í pásum og svoleiðis kjaftæði. Í þetta skipti (af svona 3) erum við búin að vera saman í hálft ár. Eins og í venjulegum samböndum er þetta búið að ganga svona upp og niður. Við erum mjög náin og gerum allt saman, ég er eiginlega flutt inn til hans nema það er bara ekki orðið formlegt, ég er alltaf heima hjá honum, gisti alltaf þar og er þar meira að segja þegar hann er ekki þar og þannig er það búið að vera síðan um jólin.
Það sem er að pirra mig og lætur mig skrifa þennan kork er að ég er orðin þreytt, við rífumst á tímabilum ótrúlega mikið. Réttara sagt ég rífst, hann hunsar mig og kemur með einstöku skot sem gjörsamlega brjóta mig niður. Við elskum hvort annað ótrúlega mikið. Ég hef aldrei fundið eins tilfinningar í garð til neins annars en samt getum við ekki hætt að þræta, við gerum það nánast yfir öllu. Síðast í dag rifumst við, sem leiddi að því að ég tók allt dótið mitt heim og hann tók aftur lykillinn sem ég átti að heimilinu hans. Ég hágrét og lét eins og vitleysingur en hann lét eins og honum væri alveg sama, honum var ekkert alveg sama innst inni en hann gat ekki sýnt mér það. Ég sit núna hérna heima, vælandi á meðan hann er heima hjá sér að halda grillveislu með vinum sínum. vúppídú
Ég veit ekki hvað ég er að væla, ég er líklega bar aða reyna að biðja um svör hvernig við eigum að hætta þessu rugli og bara vera sæt og elska hvort annað. Ef við erum þá ekki hætt saman:/