Kærastan mín sem ég elska út af lífinu vill taka pásu svo hún geti hugsað af því hún var ekki viss um hvort hún væri ennþá ástfangin af mér. Hún sagðist elska mig en vissi ekki hvernig ást það væri.
En hvað á ég að gera? Ég er í rusli og vill ekkert meira en að hitta hana, en á ég bara að láta hana í friði og leyfa henni að hugsa? Ætti ég að reyna að tala við hana? hvað á ég að gera ef hún kemst svo að því að hún er ekki ástfangin af mér lengur?
Bætt við 23. apríl 2007 - 01:49
Hún hætti með mér í kvöld, mér líður eins og ég sé að deyja.