Jæja, þetta er ekki beint ástarsorg en jú samt.
Málið er það að einn af mínum bestu vinum (fyrrverandi kærasti) vill ekki tala við mig. Hann er búin að vera með leiðindi og stæla við mig upp á síðkastið og núna á föstudaginn sagði hann við mig “ég vil ekki tala við þig og ég vil ekki umgangast þig”. Þetta særði mig mjög af því að mér finnst eins og ég hafi misst minn besta vin. Hann horfir á mig með augnaráði sem gæti drepið mann, eins og ég hafi sært hann á einhvern mjög slæman hátt (sem er ómögulegt þar sem það hefur alltaf verið hann sem sér um að særa).
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera en þetta er ofsalega leiðinlegt að geta ekki talað við manneskju sem er búin að vera líf mitt í næstum 2 ár.
Vona að hann jafni sig sem fyrst. Ég sakna vináttu hans miklu meira en ég bjóst við að væri hægt.