Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör :)
Ást ? fyrirbrigði sem margir hafa fundið fyrir og margir hafa reynt að skilgreina og tekist nokkuð vel upp að vissu marki,
en ást…er það ekki bara tilfinning sem þú færð þegar að þú horfir á viðkomandi sem að þú horfir á ? væntumþykja, langar að vernda viðkomandi fyrir öllum heiminum og langar alltaf að vera með henni/honum langar að gera allt fyrir hann/hana, hjálpar viðkomandi á erfiðum tímum og gleðst með henni/honum á góðum tímum. Þegar að ég horfi á stelpuna sem mér finnst ég vera ástfanginn af finn ég til gríðarlegrar væntumþykju og mig langar til að vera við hlið hennar alltaf ! Ég vil geta hjálpað henni við allt og vil allt fyrir hana gera til að henni líði vel, en er það ást ? ég veit það ekki en þannig upplifi ég hana :)
Ást er bara spurning um tilfinningu þína til viðkomandi manneskju, hvað finnur þú þegar að þú hugsar eða horfir á hana/hann ?
Ég veit annars ekki, ég hugsa að það sé til margskonar ást allt frá væntumþykju upp í brennandi ástríðu. Stundum er auðvelt að elska stundum er það erfitt en það er alltaf hægt ;) að mínu mati allavegana.
Þetta er allavegana mitt álit, vonandi að ég hafi eitthvað getað hjálpað frekar en að setja þig í meiri klemmu. :)
kveðja klikc.