Já það er rosasniðugt. Mæli með því. Svaka fjör. On second thought, NEI.
Það eru þrír möguleikar:
1) Hún tekur vel í það. Þið byrjið að hittast utan vinnutíma og kynnast. Eruð alveg rosalega vandræðaleg fyrstu vikurnar, viljið helst ekki sýna vinnufélögunum en samt getið ekki ignorað hvort annað. Vandræði. Þegar þetta þróast nánar verður óþolandi að horfa á vinnufélagana sem eru alltaf að kyssast og haldast í hendur á vinnutíma.
2) Hún tekur ekki vel í það. Þið verðið ofsalega vandræðaleg það sem eftir er, getið varla talast við og lítið alla vega ekki hvort annað sömu augum eftir á. Þú yrðir hugsanlega fúll og hún feimin, eða öfugt, nema hvort tveggja sé. Vandræði.
3) Hún tekur ágætlega í það fyrst, þið byrjið að kynnast, en ekkert gengur. Þið hættið þessu. Sama og 2) nema verra. Eðlilegur vinnumórall er forever doomed. Annað hvort af ykkur neyðist á endanum til að hætta.
Þetta er alla vega mín skoðun, byggð á reynslu. Kannski eru aðrir sem taka léttar á þessu. Hví ekki að prófa? Þú hefur engu að tapa… nema kannski vinnunni. Alltaf hægt að finna nýja vinnu.<br><br>Rödd sannleikans