Nokkur skref:
1)Gefa sér tíma í að grenja yfir þessu. Leigja Notebook og kaupa fullt af ís, grenja gjörsamlega úr sér augun. Vera í náttfötunum allan daginn. Hlustaðu á lagið ykkar, skoðaðu myndir af henni, kláraður allt svoleiðis af áður en þú ferð í skref 2.
2)Fara og hitta félagana, fá sér bjór og gera allt sem í manns valdi stendur til að hugsa ekki um fyrrverandi, ástæðan fyrir skrefi 1 var að koma öllu því í burtu. Ekkert endilega henda öllu sem minnir þig á hana, troddu því ofaní kassa og hentu honum uppá háaloft (þegar þú ert búinn að jafna þig á ástarsorginni geturu tekið þetta aftur niður, minningin um gott samband er rosalega góð og maður vill ekki glata henni að eilífu). Hún er í fortíðinni núna. Þegar hér er komið skaltu gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að hugsa ekki um þetta, ekki detta aftur í skref 1, það lengir bara tímann sem þetta tekur. Vertu hugrakkur.
3)Hérna kemur fram hinn nýji þú, gaurinn sem er á lausu. Þrífðu þig vel, raka sig og allt þetta, farðu í ljós og keyptu þér ný föt. Það er kominn tími til að finna sér rebound. Haltu áfram að dreifa huganum, hitta félagana eða gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt.
Eftir þetta er mér yfirleitt farið að lýða eitthvað örlítið betur. Maður er ekkert hættur að hugsa um hana, en ert vonandi ekki alveg eins down og í upphafi.
Ég vill einnig taka það fram að þetta er nú ekkert heilagt, heldur bara það sem ég hef gert þegar ég hef lent í ástarsorg. Menn eru misjafnlega lengi á hverju stigi en aðal málið held ég er að hanga ekki of lengi í fyrsta skrefinu.
En gangi þér bara vel með þetta, láttu þér líða vel, ég veit þetta er rosalega erfitt og maður heldur að maður eigi aldrei eftir að jafna sig á þessu, við höfum svo margir upplifað þetta, en þetta kemur með tímanum :)