Heyrðu ég er í major problem.

Allt í einu er ein stelpa byrjuð að sína mér þvílíkt mikinn áhuga. Við erum að tala um að hún er margoft búinn að segja mér það að hún sé hrifin af mér og eitthvað. Og um daginn lenti ég einhvernvegin í því að kyssa hana, veit ekki afhverju. Síðan þá er hún búinn að tala við mig á MSN og hringja í mig og spyrja hvar við stöndum og eitthvað. Og ég hef enga reynslu af svona sambandsmálum.

Ég hef margoft verið að spá í stelpum, en svo þegar þær virðast byrja sýna áhuga þá missi ég bara allan áhuga, ég virðist bara hafa engan áhuga á sambandi.

Það er ein hlið sem segir mér að láta þetta ganga lengra með henni en svo er önnur hlið sem segir mér að láta þetta kyrrt liggja, og ég hef ekki hugmynd um hvora hliðina ég á að styðja.

Og það má líka benda á eitt, ég verð hrifinn alveg ótrúlega fljótt, en svo get ég líka misst áhugan alveg jafnfljótt.

Mér líður ekkert alltof vel útaf þessu.