Mér langar aðeins að tala um hugsa. Ég er single núna aftur. Ég og kærastan mín hættum saman fyrir viku, eftir viku “struggle”.

Ég veit eginelga allveg hversvegna, ég veit hvað hefði getað farið betur og hvernig mætti bjarga þessu, og ég reyndi að bjarga þessu en nú held ég að það sé orðið of seint. Og ég veit ekki einu sinni hvort ég hafi nokkurntíman viljað það.

En ég hlýt að hafa einhvða issue með sjálfan mig, mér virðist ekki líða nógu vel einum. Ég hef alltaf bara álitið mig líða betur þegar ég væri með stelpu og að það væri alls ekkert slæmt. En núna er ég farinn að spá í hvort að það virkilega sé svo.

Fyrir utan hana er ég líka með tvær fyrrverendur, hvorugar vilja tala við mig. Skil ekki hvað málið er með þá fyrri, en hún má eiga sig. Sú seinni hinsvegar, skil reyndar allveg hversvegna hún vill ekki tala við mig. Sem er synd… Besta samband sem ég hef verið í og sé eftir því að það hafi endað, en það nú lítið annað í stöðuni. En enginn veit hvað hann hefur fyrr en hann hefur misst það.

Svo held ég líka að ég sé frekar óheppinn í stelpumálum. Ég reyni mitt besta til að vera góur kærasti en það er alltaf einhvað sem fer úrskeiðis í þeim efnum. Kanski ætti maður bara að fara á sama level og flestir strákar virðast vera á (allavegna það sem maður heyrir vinkonur sínar nöldra um) og vera alls ekkert svo góður við kærestuna sína, þá virðist hun vilja vera eftir. Ég er ekki að tala um að ég segi bara “já” við öllu og sé allveg undirgefinn henni.. Ég bara reyni mitt besta til að vera góður við hana og fara með hana. Ekkert flókið mál, enda vænti ég þess sama frá henni.

Allavegna þá held ég að þetta séu pointless vangaveltur hjá mér. En stundum hjálpar það að hugsa aðeins uppáhátt og velta úr glasinu.

En seriously, eru það engar stelpur sem vilja góða stráka? Við erum kanski ekki jafn töff en við gerum sama gagnið.. Eða þarf maður að bíða nokkur ár?