Meira svona nöldur, þannig að ég veit ekki hvort þetta á beeeint heima hér…
… og þó. Tengist rómantík eiginlega.
Anyhoo… í haust (október, to be precise) fór ég til Englands. Var í flugvélinni á leiðinni og það var svona hópur af einhverjum gaurum í sama flugi… Það var einn í þessum hóp sem var alltaf að gefa mér auga (ég var svona skemmtilega flugveik og fór á klósettið til að…já, þið fattið, á 5 mínútna fresti og ég þurfti að labba fram hjá sætinu hans í hvert skipti sem ég fór) og svona… æi, ég veit ekki hvernig skal útskýra þetta… “reyna við mig án orða”. Margar stelpurnar hérna vita öööörugglega hvað ég er að meina.
Reyndar talaði hann alveg líka, en ekki mikið þar sem að… þetta var flug og við sátum ekki á sama stað.
Já, allavega líkur þessu skemmtilega-og-ekki-skemmtilega flugi og ég eyði nokkrum dögum þarna úti… Svo þegar ég var sest með skemmtilega bók og flugvélin vaaar að fara í loftið (sem sagt á leiðinni heim) fer ég að líta eitthvað í kringum mig oooog sé þennan sama hóp aftur. Sem kom mér á óvart (ánægjulega) þar sem að þetta voru breskir gaurar, og ég bjóst við að þeir hefðu verið að fara heim til sín í hinni ferðinni…
Allavega endurtekur þetta sig (ekki flugveikin samt, yayness).
Svo fer ég bara heim og pæli ekkert frekar í þessu. Og núna um daginn fór ég eitthvað að hugsa um þetta og eitthvað, og ég get ekki hætt að hugsa um hann! Það virkilega angrar mig og vekur upp spurningar. Meina, ég þekki hann ekkert, en samt er ég alltaf hugsandi um hann… Ohhh…
… Jebb. Æi, þetta er nú ekki vandamál, meira svona nöldur. Vildi bara fá útrás.
Bless, bless.