Í gær átti ég og kærastinn minn 1/2 árs afmæli, við gerðum ekkert stórt mál úr þessu, en okkur fannst að við þyrftum að fagna þessu eitthvað,Þannig að við fórum út að borða. Reyndum svo eftir það að fara út í sveit að gefa hestum brauð, en það var orðið svo dimmt að við fundum enga:) En allavega eftir það, þá ætlaði ég að skreppa til vinkonu minnar í smá stund. Þegar ég kom aftur sá ég að það var dimmt í herberginu okkar, og ég hélt að kærastinn væri sofnaður, en þegar ég leit inn, þá ljómaði allt herbergið í kertum. Hver einasti meter af herberginu var út í kertum, og hann sat á rúminu, í bolnum sem við eigum svo margar góðar minninar um. Ég var orðlaus, og labbaði nær og þá sá ég að hann hafði skrifað ljóð til mín. Ég hef nebbla mjög mikinn áhuga á ljóðum, en hann kannski ekki, en ég var svo hissa hvað hann gat skrifað rómó ljóð… hér fáið þið að heyra það.
Ljósin lýsa upp herbergið
lífga upp á afmælið
Framtíðin hún virðist björt
án þín hún væri svört
Ástin hún er ævintýr
étur mann eins og villidýr
Ástarörvum skotið er
af fullum krafti í mig
ég vildi að þú værir hér
af því ég veit ég elska þig
Svo svona eitt í gamni:
Heitur líkaminn
léttur koss á kinn
geirvartan er stinn
æsist leikurinn
vinurinn fer inn
inn í leggönginn:)
Ég var svo glöð að ég get ekki lýst því hér.
En þeir sem vilja koma maka sínum á óvart, þá er þetta geðveikt rómantískt og ég mæli eindregið með kertum og knúsi:)
Langaði bara að deila þessu með ykkur af því ég er svo ástfangin:)