Sælt veri fólkið.
Ég vildi bara benda á að fara varlega í að trúa rannsóknum sem fjölmiðlar birta. Það er umtalað í háskólasamfélaginu hvað fjölmiðlar (já, jafnvel eins virtu blaði og Morgunblaðinu) fara “frjálslega” með hvaða rannsóknir þeir birta og hversu vel þær lýsa raunveruleikanum.
Margar hverjar af þessum rannsóknum hafa of lítið úrtak og gleyma staðbundið að leita að millibreytum þegar kemur að því að túlka niðurstöður.
Ef þið viljið vita hvort þessi rannsókn og aðrar sem þið komist í kast við hafi eitthvað á bakvið sig, farið á www.hvar.is og leitið að rannsókninni á gagnsöfnum líkt og ProQuest eða ScienceDirect. Munið að sjaldan taka rannsóknir virkilega alvarlega nema þær hafi verið “Peer Reviewed” sem er einmitt mögulegt að merkja við undir leitaskilyrðum á fyrrnefndum gagnasöfnum.
“Peer Reviewed” þýðir einfaldlega það að aðrir virtir vísindamenn á sama sviði hafa farið yfir rannsóknina og staðfest réttmæti hennar með sínum eigin athugunum.
Ekki trúa öllu því sem þið lesið, ekki einu sinni í Morgunblaðinu (þó sérstaklega það sem hefur með erlendar rannsóknir að gera).
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 27. febrúar 2007 - 13:44
Að sjálfsögðu er þó gott fyrir alla að knúsa og sýna mikla væntumþyggju :) En hvort það geri það sem umrædd rannsókn vill halda fram er annað mál.