Sæll Vivi.
Ég er ekki stúlka, en vona að ég meigi koma með smá innlegg engu að síður.
Málið er, að kvenmenn sem og karlmenn vilja sjálfstraust í maka sínum, og þar af leiðandi virðingu í hans garð.
Þegar við komum og leggjum hjarta okkar niður fyrir stúlkunni sem við erum hrifnir af, þá virkar það oftar en ekki sem form af “uppgjöf” í augum stúlkunnar, sem á það til að virka fráhrindrandi og getur vakið upp neikvæð viðbrögð (s.s. neitun þótt aðrar aðferðir hefðu getað leitt af sér eitthvað meira og betra).
Stúlkur sérstaklega (tengt að vissu leyti vestrænni menningu) vilja oftast sterka og sjálfsörugga karlmenn sem heilla þær upp úr skónum með öryggi og sjálfstrausti. Þess vegna mun það oftast virka betur að magna upp kjarkinn til þess að smella á þær kossi og taka svo afleiðingunum ef þær eru ekki hrifnar heldur en ella. Málið er einfaldlega að þú munt mun frekar frá jákvæð viðbrögð eftir kossinn en ástarjátninguna.
Í núverandi aðstöðu myndi ég bíða og sjá. Bíddu og sjáðu til hvernig þetta fer hjá henni; hvort hún haldi áfram að vera hrifin til lengri tíma. Alls ekki leyfa henni finna meira fyrir hrifningu þinni með því að vera “utan í henni” eða “á eftir henni” statt og stöðugt. Byggðu upp öryggi og sjálfstraust og gerðu það fyrir sjálfan þig að reyna að gleyma þessu og leita að öðrum valmöguleikum.
Ég veit að þetta hljómar undarlega, en með því að “setja hana á hilluna” og horfa annað, þá ertu að auka líkurnar á því að eitthvað gerist á milli ykkar talsvert meira heldur en með núverandi aðferðum.
Ég veit, samskipti kynjanna er flókinn hlutur.
Þegar hún finnur fyrir því að hún er ekki lengur miðpunktur athygli þinnar, þá mun hún aftur “spá í þér” á einhverju sviði (undir)meðvitundar sinnar.
Það er manninum eðlisbært að vilja það sem hann getur ekki fengið. Það er okkur einnig eðlisbært að hafa lítinn áhuga á því sem við þurfum ekkert að hafa fyrir að eignast. Þess vegna eru “ástarjátningar” sem slíkar oftar en ekki endirinn í stað áframhalds (þrátt fyrir að raunverulegur áhugi gæti jafnvel hafa verið til staðar).
Bíddu og sjáðu og hættu að einblína á hana. Vertu ungur, lifðu lífinu og leyfðu þér einungis spá í henni útundan þér. Einn daginn, hvort sem það verður eftir reynslu hennar af þessum dreng eða ekki (nema hann yrði hennar “eini rétti” sem ég stórlega efa) mun hún standa á krossgötum, þá skaltu grípa tækifærið, reynast henni yndislegur vinur, taka hana á djammið/partý og sýna henni tilfinningar þínar í garð hennar með kossi fullum af sjálfsöryggi og persónuleika. Þá fyrst muntu virkilega vita hvort þú eigir séns með henni eða ekki.
Vonandi sagði þetta þér eitthvað.
Einnig mæli ég sterklega með að þú lítir yfir þessar tvær greinar sem ég skrifaði:
Hvernig skal nálgast hitt kynið; ráðleggingar fyrir bæði kynin:http://www.hugi.is/romantik/providers.php?page=view&contentId=3942048Maki til framtíðar: forskot á sæluna:http://www.hugi.is/romantik/providers.php?page=view&contentId=4451675Þær ættu að innihalda ýmsar upplýsingar sem gætu reynst þér vel.
Gangi þér vel og vertu eins sterkur og þú mögulega getur.
Því meira sjálfstraust, því meiri velgengni.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli