Ok, þetta gæti verið dálítið langt, en plís lesið þetta.. Mig vantar nauðsynlega hjálp.


Ok, málið er þannig að ég og góð vinkona mín vorum einu sinni bæði geðveikt hrifinn af hvoru öðru, við kúrðum heilu næturnar og héldumst mikið í hendur.

En svo gerðist ekkert meira í dálítinn tíma af því hún hélt að ég vildi ekki fast samband, sem ég hafði áður sagt henni að ég fíla ekki.. En ég hefði viljað ekkert meira en að vera með henni.

En síðan þá varð hún meira hrifin af öðrum gaur og sagðist eiginlega hafa hætt að vera hrifin af mér þegar hún hélt að ég vildi ekki fast samband. Við ákváðum bara að vera vinir, og núna erum við alveg bestu vinir og hittumst á hverjum degi.

Þetta gerðist fyrir svona mánuði síðan og ég er ennþá geðveikt hrifinn af henni, ef ekki bara ástfanginn.. Ég sagði henni hvernig mér leið fyrir tveim dögum en hún sagði að hún væri of hrifin af hinum gaurnum, sem er ekkert hrifinn af henni..

Haldið þið að þegar/ef hún kemst yfir hinn gaurinn að hún gæti orðið aftur hrifin af mér, eða á ég bara að gefast upp og reyna að komast yfir hana?