Mig langaði svo að athuga viðbrögðin með vandamáli sem ég er að glíma við.. endliega lesið rausuna og segið mér hvað ykkur finnst? :) Ég er búin að vera með strák núna í að verða 2 ár… eins og gengur og gerist þá koma lægðir í sambandinu sem að mér finnst ekki góður hlutur. Við tölum ekki mikið saman lengur og mér finnst eins og það sé erfiðara að ná tenglsum við hann. Ég var að tala við vin minn um dagin og ég kom þessu svo vel í orð að mér liði ein og hjákonu sem væri að bíða eftir að elskhuginn hennar færi frá eiginkonunni.. þ.e. mér finnst stundum eins og honum finnst eins og hann viti alveg að hann eigi ekki framtíð með mér en er liklega bara að bíða þar til eittthvað annað lendir á vegi hans. Mér hefur fundist alveg frá því að við byrjuðum saman eins og þetta hafi verið algjör eltingarleikur þar sem að ég er skotin en þarf að sitja á mínum tillifingum þar til að honum hentar að taka á móti því sem að ég hef að segja og til að bæta gráu ofan á svört þá er hann rosalega kynkaldur, mér finnst ég bara pínu svelt og það lætur mig líða ósexy og drepur niður löngunina mína líka.. Ég er bara þreytt á að vera að vona eftir að hann allt í einu segi við mig vá hvað þú ert yndisleg og ég vildi ekkert meira í heiminum en að við værum saman alltaf.. bara svona svo að mér finnist ég eitthvað merkileg og síður en ekki síst mikilvæg.. ég er bara svo þreytt á að bíða eftir að ég verði samþykkt… ég hef aldrei verið í svona stöðu áður… :(
látið skoðun ykkar í ljós eins hreinskilið og mögulegt er ég kann að meta það …
takk fyrir áheyrnina
:)