Sæl aftur.
Já, ég skal með glöðu gera það.
Þú færð þér einhverja þæginlega bók, helst A4 bók og byrjar á því að skrifa niður allt sem þér dettur í huga varðandi samband ykkar sem er að. Hafðu gott bil á milli hluta, því þú villt geta bætt við á blaðið hjá hverjum hlut.
Þegar það er komið, þá er komið að því að spinna útfrá grunnatriðinu sem þú skrifaðir niður. Sem dæmi:
“Hann kemur aldrei heim fyrir klukkan 10 á kvöldin”
Útfrá því myndiru t.d. spinna; “afhverju?” 1. Gæt verið að hann sé vinnualki? 2. Við þurfum ekki á peningunum að halda, er það? 3. Hann er að gera eitthvað annað en að vinna? 4. Hann gæti verið að forðast mig? O.s.frv. (mundu, þetta er bara dæmi).
Útfrá því, þá veltiru fyrir þér hverjum einasta undir-möguleika og spinnur út frá þeim sem þér finnst vera líklegastur (best að spinna útfrá þeim öllum til þess að finna betur hverjir eiga við og hverjir ekki).
Á endanum muntu að öllum líkindum sitja upp með líklegustu svörin fyrir hverju vandamáli sem er að hrjá ykkur.
Mundu bara eitt, hér er ekki um að ræða hans galla einungis. Þegar þú ert að skoða vandamál sambandsins kerfisbundið, hugsaðu þá eins afstætt og þú getur og gerðu þér grein fyrir þinni sök í vandamálinu og þínum göllum. Þannig áttu mestan séns á að laga hlutina, því það er sjaldnast einn, þegar tveir deila.
En, án efa þá eru það samskiptin sem eru ykkar helsta vandamál; vandamál sem þið komist alls ekki upp með að leiða hjá ykkur ef þið vonist til þess að bjarga sambandinu.
En ef þú ert farin að hugsa til þess að sofa hjá öðrum karlmönnum, þá skaltu gefa þeim möguleika heila blaðsíðu í bókinni góðu og velta því virkilega ítarlega fyrir þér áður en þú líkur við hvað það það þýðir nákvæmlega í tengslum við þínar tilfinningar í hans garð (hvort þær séu ekki bara með öllu horfnar, eða hvort það séu bara vandamál sem hægt er að laga sem eru að skyggja á).
Til þess að hann skilji að það sé “nú eða aldrei” í því að leysa vandamál sambandsins geturu sagt það við hann að núna sé um “neyðarfund” að ræða þar sem þið ræðið fram til næsta dags (s.s. eins lengi og þörf krefur) í leit að svörum á vandamálum sambandsins, eða þá að sambandinu sé lokið. Ef hlutirnir eru bara í lagi í einn eða tvo daga eftir þannig fund(i) ykkar á milli, þá gæti verið best að enda sambandið.
Mundu samt að þú sérð hans galla og hann þína. Til þess að hægt sé að laga öll sambönd verða báðir aðilar að geta horft í eigin barm og virkilega viðurkennt galla sína fyrir sjálfum sér, sem og vera tilbúin í að gera það sem þarf til að laga þá.
Gangi þér vel og vertu sterk.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli